27. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 23. janúar 2014 kl. 08:30


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 08:30
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 08:30
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 08:38
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 08:53
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 08:30
Karl Garðarsson (KG), kl. 08:30
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 08:30
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 08:54
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 08:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:30

Sigrún Magnúsdóttir situr ekki umfjöllun um 2. mál á dagskrá.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Fundagerð 26. fundar samþykkt.

2) Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl. Kl. 08:31
Formaður gerði grein fyrir svari forstjóra Íbúðalánasjóðs við beiðni nefndarinnar um upplýsingar. Formaður lagði til að nefndin óskaði eftir afstöðu stjórnar sjóðsins til málsins og lagði fram drög að bréfi til stjórnar sjóðsins með afriti til velferðarráðherra og forstjóra sjóðsins.

3) Ferðamálastofa Kl. 08:40
Á fundinn komu Kristín Kalmansdóttir og Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir frá Ríkisendurskoðun og gerðu grein fyrir skýrslunni ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

4) 67. mál - samning stefnumarkandi frumvarpa og þingsályktunartillagna Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið. Samþykkt að fá gesti á fund vegna málsins.

5) Önnur mál Kl. 09:38
Formaður minnti á umfjöllun á dagskrá þingsins síðar í dag um ársskýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2012 og álit nefndarinnar um skýrsluna. Þá vakti formaður athygli á minnisblaði sem umboðsmaður hefur sent m.a. um stöðu mála í árslok 2013 og breytt verklag hjá embættinu.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:40